Stighækkandi tekjuskattur óheppilegur

Ég skrifa grein undir þessu heiti í 43. tbl. Vísbendingar 2009, 2.–3. bls. Þar bendi ég á það, að núverandi tekjuskattur er í raun stighækkandi, ekki síst þegar miðað er við hreina (netto) skattbyrði ólíkra tekjuhópa, ekki verga (brutto) skattbyrði þeirra. Nú þegar greiða tekjuhæstu hóparnir hærra hlutfall tekna sinna í skatt en hinir tekjulægstu. Ég andmæli einnig í greininni mistúlkun Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra og nú aðstoðarmanni fjármálaráðherra, á skattakenningum Adams Smith og færi margvísleg rök gegn stighækkandi tekjuskatti:
  • Hann er flókinn í framkvæmd,
  • leiðir til ábyrgðarleysis í stjórnmálum (þegar ekki er sami hópurinn, sem tekur ákvörðun um skattinn og ber hann)
  • og dregur úr vinnuframlagi og verðmætasköpun.

 Tímaritið Vísbending er ómissandi öllum áhugamönnum um þjóðarhag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband