Hroki og hleypidómar

asgeirw.jpg„Það var ekki fyrr en eftir hrunið, sem allir sáu það fyrir,“ segir Þórarinn Eldjárn í snjallri smásögu. Allt er orðið krökkt af eftiráspekingum hér á landi. Tveir þeirra eru ungir og hrokafullir hagfræðingar, Jón Steinsson og Gauti B. Eggertsson. Ásgeir Daníelsson hagfræðingur, sem seint verður vændur um hægrivillu eða Davíðsdýrkun, hefur á Netinu svarað þeim skilmerkilega, enda er Ásgeir heiðarlegur maður, sem hefur meiri áhuga á að skilja það, sem gerðist, en að koma sér í mjúkinn hjá hinum nýju valdhöfum. Ég gef Ásgeiri orðið á bloggi Gauta: „Ég held að þetta sé dæmi um mjög varhugaverða aðferðafræði við rannsókn á hruninu, þ.e. að dæma aðgerðir í fortíðinni út frá því sem við vitum í dag. Út frá þeim sjónarhól eru öll vandamál í peningastjórnun – og reyndar allri annarri stjórnun líka – svo ofboðslega auðveld úrlausnar. Ég held líka að skýringar þínar á mistökum Seðlabankans steyti á þeirri staðreynd að íslenski seðlabankinn var að gera mjög svipaða hluti og seðlabankar annars staðar. Það var ekki bara íslenski seðlabankinn sem notaði endurhverf lán til þess að hjálpa lánastofnunum yfir lausafjárerfiðleika og það var ekki bara íslenski seðlabankinn sem tók veð í „ástarbréfum“ fjármálafyrirtækja. Evrópski seðlabankinn gerði þetta líka. Og það var ekki bara íslenski seðlabankinn sem tapaði á lánveitingum til íslensku bankanna. Seðlabankar um alla Evrópu hafa þurft að afskrifa háar fjárhæðir vegna slíkra lána, auk þess sem Seðlabanki Evrópu á í dag háar fjárhæðir hér á landi, eignir sem voru upphaflega veð sem hann tók í verðbréfum í íslenskum krónum sem nú eru læst inni vegna gjaldeyrishaftanna. Sumum þessarra banka er stýrt af mjög hæfum hagfræðingum.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband