Andríki um Svartbókina

arnithor_a_kubupx175_915876.jpgNokkrum orðum er farið um Svartbók kommúnismans á heimasíðu Andríkis. Þar er bent á, að kommúnisminn nýtur ekki sömu skilyrðislausu fordæmingar og fasisminn. Engum íslenskum stjórnmálamanni myndi detta í hug að vera með mynd af Horst Wessel — stormsveitarmanni nasista, sem féll ungur og frægt lag er kennt við — í húfunni. En Árni Þór Sigurðsson (sem stundaði um skeið nám í undirróðri í Rússlandi undir stjórn kommúnista þar) ber merki af Che Guevara í húfunni. Engum íslenskum stjórnmálamanni myndi detta í hug að segja, að Hitler væri eftirlætisstjórnmálamaður sinn. En Lúðvík Geirsson sagði í blaðaviðtali 1997, að Lenín væri eftirlætisstjórnmálamaður sinn. Engum íslenskum blaðamanni myndi detta í hug að segja, að Augusto Pinochet væri eftirlætisstjórnmálamaður sinn. En Sölvi Tryggvason sagði í blaðaviðtali 2005, að Fidel Castro væri eftirlætisstjórnmálamaður sinn. Um þá Che Guevara, Lenín og Castro má margt lesa í Svartbók kommúnismans. Fróðlegt væri að spyrja Árna Þór, sem nú er hvorki meira né minna en formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hvort skoðun hans hafi breyst. Eða bæjarstjórann í Hafnarfirði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband