„Siðlausa blaðamennskan“ var sannleikur

gsvkmkcj.jpgÉg birti grein í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. ágúst í tilefni þess, að Svartbók kommúnismans kemur út daginn eftir, mánudaginn 31. ágúst. Þar rek ég ýmis skrif blaðsins um kommúnista 1924–1989, en þrír kunnustu ritstjórar blaðsins þetta tímabil, þeir Valtýr Stefánsson, Bjarni Benediktsson og Matthías Johannessen, gerðu sér glögga grein fyrir eðli kommúnismans og fræddu íslenskan almenning skilmerkilega um hann. Kynntu þeir lesendum blaðsins meðal annars lýsingar Antons Karlgren, Malcolms Muggeridge, Andrés Gide, Arthurs Koestler, Arnes Strøm, Richards Krebs og séra Jóhanns Hannessonar á ástandinu í kommúnistaríkjunum. Er það allt staðfest í Svartbók kommúnismans, en ýmsu bætt við úr nýfundnum skjölum í söfnum í Mið- og Austur-Evrópu. Gerðu íslenskir kommúnistar hins vegar iðulega hróp að Morgunblaðinu og höfundum þess. Þegar blaðið birti til dæmis skrif Arthurs Koestler úr bókinni Skýjaglópnum og flokksjálkinum (The Yogi and the Commissar) í árslok 1945, sagði í Þjóðviljanum, að nú hefði blaðið slegið nýtt met í „siðlausri blaðamennsku“.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband