Kastljós um málarekstur

hannes-holmsteinnÉg kom fram í Kastljósi fimmtudagskvöldiđ 3. apríl, ţar sem ég brást viđ dómi Hćstaréttar yfir mér og bréfi rektors til mín í tilefni dómsins. Ţar upplýsti ég, ađ samtals hefur málarekstur Laxnessfólksins og Jóns Ólafssonar á hendur mér kostađ 23 millj. kr. greiddar frá 2005, og skulda ég enn 7 millj. kr. til viđbótar. Vinir mínir hafa opnađ reikning nr. 0101 05 271201, kt. 1310834089, mér til stuđnings. Einnig upplýsti ég, ađ ég hefđi sótt um áfrýjunarleyfi í máli Jóns Ólafssonar úti á Bretlandi til bresku lávarđadeildarinnar.

Margir hafa skrifađ um ţennan Kastljósţátt, ţar á međal Ágúst Borgţór Sverrisson rithöfundur, Björgvin Guđmundsson viđskiptafrćđingur, Guđmundur J. Kristjánsson endurskođandi, Hafrún Kristjánsdóttir sálfrćđingur, Hrannar Baldursson kennari, Jón G. Hauksson ritstjóri, Jón Valur Jensson guđfrćđingur, Pétur Tyrfingsson sálfrćđingur, Ragnhildur Kolka bókmenntafrćđingur og Stefán Fr. Stefánsson.

Dómur Hćstaréttar yfir mér, ţar sem refsikröfu var vísađ frá, ég sýknađur af miskabótakröfu, en mér gert ađ greiđa handhafa höfundarréttar Halldórs Laxness fyrir afnot af efni frá honum, er á heimasíđu Hćstaréttar. Ţar eru ţrír ađrir fróđlegir dómar:

Dómur Hćstaréttar 2004 í máli nr. 382/2003 yfir sagnfrćđiprófessor, sem dćmdur var (ásamt tveimur öđrum) fyrir meiđyrđi í dómnefndaráliti fyrir Háskólann um Bjarna F. Einarsson og til greiđslu 100 ţús. kr. miskabóta og 500 ţús. kr. málskostnađar til hans.

Dómur Hćstaréttar 2004 í máli nr. 275/2003 yfir Háskólanum, ţar sem rektor hans var talinn hafa brotiđ stjórnsýslulög á Gunnari Ţór Jónssyni og Háskólinn ţví dćmdur til greiđslu 4 millj. kr. skađa- og miskabóta og 1,2 millj. kr. í málskostnađ til Gunnars.

Dómur Hćstaréttar 2000 í máli nr. 277/1999 yfir Háskólanum, ţar sem ţáverandi forseti heimspekideildar var talinn hafa brotiđ stjórnsýslulög 1995 á Aitor Yraola og Háskólinn ţví dćmdur til greiđslu 2,5 millj. kr. skađabóta til Yraola og 300 ţús. kr. málskostnađar. Svör sama manns, sem síđar varđ forstöđumađur einnar stofnunar Háskólans, viđ spurningu um, hvađ ćtti ađ „gera viđ mig“ eftir dóm Hćstaréttar (ţótt í spurningunni vćri greint rangt frá ţví, fyrir hvađ ég var dćmdur), eru hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband