Skattalækkanir til kjarabóta

Ég tek þátt í því ásamt öðrum að skipuleggja ráðstefnu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 26. júlí nk. í Þjóðminjasafninu kl. 16-18 um „Cutting Taxes to Increase Prosperity“ (Skattalækkanir til kjarabóta). Geir H. Haarde forsætisráðherra setur ráðstefnuna og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra slítur henni, en aðalfyrirlesari er Nóbelsverðlaunahafinn Edward C. Prescott. Auk hans tala þeir dr. Daniel Mitchell frá Bandaríkjunum og Pierre Bessard frá Sviss og dr. Jón Þór Sturluson og dr. Birgir Þór Runólfsson. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefnan er liður í rannsóknaverkefni, sem ég hef umsjón með hjá Félagsvísindastofnun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband