Reykjavík, október 2024

Á fundi í Þjóðminjasafninu í Reykjavík 14. október 2024 hafði Ísraelsmaðurinn Ely Lassman, 27 ára hagfræðingur, framsögu um „Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin“. Margt var þar umhugsunarefni. Eitt var, að við, sem stóðum að fundinum, urðum að hafa hann lokaðan til að geta rætt þetta mál í næði, en óspektarfólk hefur mjög látið hér að sér kveða og reynt að öskra niður rödd Ísraels. Þetta er óeðlileg takmörkun á málfrelsi okkar og fundafrelsi.
Annað umhugsunarefni var skýring Lassmans á hatri Hamas og Hesbollah hryðjuverkasamtakanna á Ísrael. Hann sagði, að það ætti sér hugmyndalegar rætur. Öfgaíslam styddist við ýmsar setningar í Kóraninum, sem fælu í sér stækt gyðingahatur, og væri athyglisvert, að orðalag væri talsvert mildara í erlendum þýðingum en á frummálinu, arabísku. Bæði þessi samtök vildu útrýma gyðingum.
Skýring Lassmans á því, að margir Vesturlandabúar hafa tekið upp málstað Hamas og Hesbollah, var líka umhugsunarefni: Marxistar og aðrir öfgavinstrimenn væru að vísu ólíkir öfgamúslimum um margt, en báðir hópar ættu það sameiginlegt að hata vestræna menningu, einkaeignarrétt, viðskiptafrelsi, valddreifingu, fjölbreytni, umburðarlyndi, frjálsa samkeppni hugmynda, lífsgleði og lífsnautnir. Ísrael væri eina vestræna ríkið í Miðausturlöndum, svo að ekki ætti að koma á óvart, að öfgavinstrimenn vildu það feigt.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 19. október 2024.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband