Dómarar á villigötum

Í nettímaritinu The Conservative hef ég gegnrýnt nýlega úrskurđi Mannréttindadómstólsins í Strassborg.

Félag nokkurra roskinna kvenna í Sviss höfđađi mál gegn ríkinu fyrir ađ ađhafast ekki nóg til ađ minnka hlýnun jarđar. Dómstóllinn taldi ríkiđ hafa brotiđ gegn 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu: „Sérhver mađur á rétt til friđhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.“ Spunninn var upp réttur sérhvers manns til ţess, ađ ríkiđ verndađi hann á fullnćgjandi hátt gegn alvarlegum neikvćđum afleiđingum loftslagsbreytinga á líf ţeirra, heilsu, vellíđan og lífsgćđi. Verđur slíku „réttur“ ekki á neinn hátt leiddur af 8. gr. sáttmálans.

Tveir ađrir úrskurđir varđa Ísland. Meiri hluti landsdóms hafđi spunniđ upp lög um, ađ forsćtisráđherra vćri skylt ađ setja á dagskrá ráđherrafunda öll mikilvćg málefni. En stjórnarskrárákvćđi um ráđherrafundi er allt annarrar merkingar. Geir H. Haarde var síđan sakfelldur fyrir ađ hafa brotiđ lög, sem hvergi eru finnanleg. Dómararnir í Strassborg stađfestu sakfellinguna, eflaust fyrir áhrif Róberts Spanós.

Spanó fékk ţví líka ráđiđ, ađ dómstóllinn taldi íslenska ríkiđ hafa brotiđ gegn 6. gr. Mannréttindasáttmálans um rétt á óvilhöllum dómara. Mađur var stađinn ađ verki (á skilorđi) og sakfelldur á ţremur dómsstigum af níu dómurum samtals. Einn ţessara dómara var ekki í hópi umsćkjenda, sem sérstök matsnefnd hafđi á sínum tíma taliđ mjög hćfa, ţótt sú nefnd teldi hana hćfa og Alţingi hefđi stađfest skipun hennar. Hér spann dómstóllinn upp rétt sérhvers manns til ţess, ađ dómari í máli hans vćri ekki ađeins talinn hćfur af ţar til bćrri matsnefnd og löglega skipađur, heldur yrđi hann ađ hafa veriđ talinn mjög hćfur. Ţetta er fráleitt. En eftir dómsuppkvađninguna hefur sakborningurinn auđvitađ haldiđ áfram afbrotum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 20. apríl 2024.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband