22.10.2022 | 12:29
Snorri í Kaupmannahöfn 1848

Í þessari atburðarás endurómar frásögn Snorra í Heimskringlu af fundi sænskra bænda með Ólafi Eiríkssyni Svíakonungi árið 1018. Hafði Þórgnýr lögmaður orð fyrir þeim og sagði konungi, að hann ætti tvo kosti, að láta af ófriði við Norðmenn eða vera drepinn. Ólafur konungur sá sitt óvænna og varð við kröfu fjöldans. Skreytir veggmynd af fundinum einn sal sænska Ríkisdagsins.
Lehmann var aðdáandi íslenskra fornbókmennta og vel kunnugur verkum Snorra, en N. F. S. Grundtvig hafði snúið Heimskringlu á dönsku þrjátíu árum áður. Í þeirri bók er skýrum orðum komið að tveimur hugmyndum, að konungar lúti sömu lögum og þegnar þeirra og að afhrópa megi þá, gangi þeir í berhögg við lögin. Þessar tvær hugmyndir eru auðvitað uppistaðan í kröfu frjálshyggjumanna um takmarkað ríkisvald.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. júní 2022. Teikningin er af göngunni að konungshöllinni. Grundtvig horfir á hana út um hornglugga á annarri hæð í fremsta húsinu.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook