60 ár frá leyniræðunni

kristinne_teikning_1956_copy.jpgÁgæt fréttaskýring var 25. febrúar 2016 eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing í Morgunblaðinu um leyniræðu Khrústsjovs, sem flutt var yfir fulltrúum á 20. þingi kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna 25. febrúar 1956. Í því tilefni erum við hjá Almenna bókafélaginu að endurútgefa leyniræðuna í ritröðinni Safni til sögu kommúnismans, en í henni hafa áður komið út ritin Greinar um kommúnisma eftir breska heimspekinginn Bertrand Russell, Konur í þrælakistum Stalíns eftir Elinor Lipper og Aino Kuusinen og Úr álögum eftir Jan Valtin (Richard Krebs). Leyniræðan kom fyrst út í íslenskri þýðingu Stefáns Pjeturssonar 1957 með formála eftir Áka Jakobsson, sem verið hafði ráðherra kommúnista í Nýsköpunarstjórninni, en hafði eins og Stefán snúið baki við kommúnismanum. Leyniræðan var eitthvert mesta áfall, sem íslenskir kommúnistar höfðu orðið fyrir. Fulltrúar Sósíalistaflokksins fengu ekki einu sinni fréttir af ræðunni fyrr en þeir komu heim, eins og Spegillinn skopast að (Kristinn E. Andrésson og Eggert Þorbjarnarson). Íslenskir kommúnistar voru lengi að átta sig á, hvernig þeir ættu að bregðast við ræðunni, því að þar viðurkenndi Khrústsjov flest það, sem þeir höfðu þrætt fyrir áratugum saman. Teiknarinn hefur áreiðanlega verið Halldór Pétursson, þótt hann sé ekki nefndur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband