Sala áfengis í búðum

Menn koma margir upp um ófrjálslyndi sitt eða stjórnlyndi í umræðum um sölu áfengis í búðum, sem er í senn smámál og stórmál. Það er auðvitað smámál, því að menn eru litlu bættari við frelsi til að kaupa áfengi í búðum. En það er stórmál, því að þar er eitt mjög mikilvægt lögmál í húfi: Menn eiga rétt á að gera það, sem þeir vilja, svo framarlega sem þeir skerði ekki sama rétt annarra með því. Skipti búðar og kaupanda á áfengi og krónum eru slíks eðlis. Réttur engra annarra er skertur. Þess vegna á að leyfa þessi skipti. Önnur atriði koma málinu lítt eða ekki við, til dæmis vinsældir áfengisbúða ríkisins. (Þetta er gömul þversögn í heimspekinni um þýlynda þrælinn: Menn verða svo vanir óþörfum boðum og bönnum, að þeir hætta að finna fyrir þeim sem boðum og bönnum.) Rifja má upp, að einu sinni voru hér hálfopinberar mjólkurbúðir, og raunar var hér eitt sinn rekin bílasala ríkisins!

12642892_10153760923442420_7605475364264036764_n.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband