Gallagripir: Bækur Inga Freys og Ólafs

hamskiptin-175x263.jpgVetrarhefti Þjóðmála kom út fyrir skömmu, barmafullt af fróðleik. Ég á þar ritgerð um tvær nýlegar bækur, sem tengjast bankahruninu, Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og heimspeking, og Skuggi sólkonungs eftir Ólaf Arnarson, hagfræðing og álitsgjafa. Ég gagnrýni báðar bækurnar talsvert, enda eru þær stórgallaðar, og er þó bók Ólafs sýnu verri.

kvr5862.jpgÉg nota tækifærið til að hrekja ýmsar þjóðsögur, missagnir og hálfsannleik um bankahrunið, til dæmis um styrkjamál Sjálfstæðisflokksins (Samfylkingin fékk mjög háa styrki), REI-málið (Dagur og Össur gengu erinda auðjöfranna), ofvöxt bankanna (þeir voru ekki stærri hlutfallslega en í Sviss og Skotlandi), slakt eftirlit vegna frjálshyggjusjónarmiða (Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið voru undir stjórn Samfylkingarinnar), samtöl Davíðs Oddssonar við bankastjóra, endalok Þjóðhagsstofnunar, kaupin á Landsbankanum (Björgólfsfeðgar greiddu tvo þriðja hluta kaupverðs hlutabréfa sinna af eigin fé og fengu einn þriðja að láni í Búnaðarbankanum), bréf Mervyns Kings, Rússalánið (sem var raunhæft, eins og Tryggvi Þór Herbertsson hefur staðfest, en Rússar hættu við, eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stökk inn í málið), setningu hryðjuverkalaganna (sjónvarpsviðtal við Davíð Oddsson átti engan þátt í henni), „gjaldþrot“ Seðlabankans (áróðursorð án merkingar) og skipan Svavars Gestssonar sem sendiherra (sem Ólafur Arnarson kennir Davíð Oddssyni um!).

Hér má nálgast ritgerðina og hlaða henni niður. Ég ráðlegg hins vegar öllum áhugamönnum um þjóðmál að kaupa heftið í næstu bókabúð eða gerast áskrifendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband