Rússneska ráđgátan

c88d0d6a-61c3-45b9-a2b9-89e3ea5bf956.jpgBandaríski fjárfestirinn Bill Browder flutti áhrifamikinn fyrirlestur í hátíđasal Háskóla Íslands 20. nóvember síđast liđinn. Hann er sonarsonur Earls Browders, formanns kommúnistaflokks Bandaríkjanna, en gerđist sjálfur auđsćll fjárfestir í Rússlandi eftir hrun kommúnismans. Eftir ađ hann var hrakinn úr landi og rússneskur vinur hans og samverkamađur pyndađur til dauđs, skar hann upp herör gegn Pútín. Ţessu segir Browder frá í hinni lćsilegu bók Eftirlýstur, sem kom út nú fyrir jólin og helst má kalla raunsannan reyfara.

Hvernig stendur á ţví, ađ Rússar međ sinn stórkostlega menningararf, frjósömu jörđ, skóga, gullnámur og olíulindir skuli ekki hafa komiđ sér upp ţví skipulagi frelsis og lýđrćđis, sem viđ Vesturlandamenn teljum sjálfsagt? Churchill sagđi í útvarpsrćđu áriđ 1940: „Ég get ekki sagt hér fyrir um gerđir Rússa. Ţeir eru ráđgáta, vafin í leyndardóm, langt inni í dularheimi.“

Sumir telja svariđ vera, ađ arfur Rússa sé austrćnn. Kúgunin sé ţar hefđ. Ţetta sagđi Halldór Laxness mér, ţegar viđ rćddum á Gljúfrasteini 1975 um skođanaskipti hans í stjórnmálum: „Ég breytti um skođun, ţegar ég áttađi mig á ţví, ađ tartarakhaninn situr enn í Kreml.“

En hvílir sökin á hremmingum Rússa á 20. öld ekki frekar á innfluttum, vestrćnum hugmyndum? Keisarastjórnin ţótti stundum harkaleg, en hún komst ekki í námunda viđ stjórn kommúnista. Árin 1825–1917 voru 6.360 manns dćmd til dauđa í Rússaveldi og af ţeim var 3.932 dómum framfylgt. Bolsévíkar höfđu ekki haft völd í fjóra mánuđi, ţegar ţeir höfđu tekiđ fleiri af lífi en keisararnir í heila öld. Samtals eru fórnarlömb kommúnismans ţar eystra talin vera um 20 milljónir.

Pútín er horfinn frá hinni innfluttu, vestrćnu hugmynd um endursköpun mannlegs skipulags. En er hann horfinn frá landvinningastefnu keisaranna og tartarakhananna? Hann hertók Krímskaga. Uppreisnarmenn, sem hann styđur, skutu niđur farţegaţotu yfir Úkraínu. Hann veifar kjarnorkuvopnum framan í Eystrasaltsţjóđirnar og Pólland. Enn er Rússland ráđgáta.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. desember 2015.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband