Upp á hverju tekur Gunnar Smári næst?

Nú hefur Gunnar Smári Egilsson tekið að sér að reka Fréttatímann. Ég óska honum auðvitað alls góðs í því, en eigendur síðasta blaðsins, sem hann rak, Nyhedsavisen, töpuðu hátt í sjö milljörðum króna á því. 

Fyrir skömmu vildi Gunnar Smári ganga í Noreg, en hann er hættur við það, líklega eftir fall norsku krónunnar.

Síðan gekk Gunnar Smári í félag múslima á Íslandi, að eigin sögn aðallega til að mótmæla Framsóknarflokknum. Nú er hann genginn úr félaginu.

Hverju skyldi hann taka upp á næst? Og hvenær hættir hann við það? Og á hverjum lendir tapið? Við eigum eflaust eftir að lesa um það allt í blöðunum — þeim, sem eftir verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband