Hvað varð um Rússagullið?

6_communisthousereykjavik.jpgÉg hef birt í Vísbendingu útreikninga á því, að Rússagullið frá stríðslokum og til 1972 hafi verið 471 hundrað milljónir króna á núvirði, þegar tekið er líka tillit til þess, að framlög voru leynileg og því skattfrjáls.

Hvert rann þetta Rússagull? Sósíalistaflokkurinn og hliðarsamtök hans áttu að minnsta kosti fjögur stór hús í Reykjavík (og eflaust einhverjar smærri eignir þar og annars staðar).

Fasteignamat þeirra fyrir árið 2016 er þetta:

Skólavörðustígur 19 – 250.300.000 kr.

Tjarnargata 20 – 81.400.000 kr.

Þingholtsstræti 27 – 420.850.000 kr.

Laugavegur 18 – 366.430.000 kr.

Samtals er þetta 1.118.980.000, um einn milljarður og tvö hundruð milljónir króna á núvirði.

Er líklegt, að söfnun meðal félaga hafi nægt fyrir þessum húsum, eins og sósíalistar sögðu sjálfir? Samkvæmt félagatali í Sósíalistaflokknum frá öndverðum sjötta áratug voru félagar eitthvað um 1.400 talsins. Hugsanlegt er, en ekki líklegt, að þeir hafi hver og einn lagt sem svarar tveimur mánaðarlaunum sínum að núvirði í húsin. Líklegra er, að Rússagullið hafi að mestu leyti farið í þessi fjögur hús.

sg-586-laugavegur-18.jpgÞau voru síðan seld. Eftir það hefur verið bætt við húsakosti að Þingholtsstræti 27, svo að huganlega mætti lækka heildarvirðið um hundrað milljónir, en það ræður engum úrslitum. Félag utan um bókafélagið Mál og menningu eignaðist andvirði tveggja húsanna, Þingholtsstrætis 27 og Laugavegs 18, en svokallaður Sigfúsarsjóður andvirði hinna tveggja, Skólavörðustígs 19 og Tjarnargötu 20. Þessir aðilar starfa enn, en leynd hvílir yfir þeim. Þó virðist félag Máls og menningar eiga tæpan helming í Forlaginu og Sigfúsarsjóður fasteign í Reykjavík, sem hann leigir Samfylkingunni. Fróðlegt væri að vita meira um það.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 14. nóvember 2015. Myndirnar eru af tveimur húsanna, Skólavörðustíg 19 og Laugavegi 18.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband