Valdatíð Davíðs

domedclintonheima.jpgPolitica, félag stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands, heldur málfund fimmtudaginn 12. nóvember kl. 19.30 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, um VALDATÍÐ DAVÍÐS. Framsögumennirnir erum við Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður 1991–2003, og Ögmundur Jónasson, sem hefur setið á þingi frá 1995 og var ráðherra 2009–2013 (með hléi vegna Icesave-málsins).

Það er margt um valdatíð Davíðs að segja, þótt auðvitað komi hann ekki einn við sögu. En merkilegt er, að hann jók fylgi Sjálfstæðisflokkinn í þeim þrennum borgarstjórnarkosningum, 1982, 1986 og 1990, þegar hann var forystumaður hans í Reykjavíkurborg, óháð því, hvort Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn eða ekki. Og ekki er síður merkilegt, að hann hefur lengst allra Íslendinga verið forsætisráðherra samfleytt og samtals, frá vori 1991 til hausts 2004. Ég mun bregða ýmsum forvitnilegum tölum og myndum á skjá, þótt því miður sé mér skammtaður naumur tími, ekki nema 10 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband