Sköpunargleði í stað sníkjulífs

Ég greini og gagnrýni siðferðilega vörn Ayns Rands fyrir kapítalismanum í fyrirlestri fimmtudaginn 5. nóvember kl. 16.30 í Odda í Háskóla Íslands, stofu O-101. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Rand er áhrifamesti kvenheimspekingur allra tíma, og hafa bækur hennar selst í þrjátíu milljónum eintaka. Þrjár skáldsögur hennar hafa komið út á íslensku, Kíra Argúnova, Uppsprettan og Undirstaðan. 

Ég spyr: Hver er munurinn á sjálfselsku og ágirnd? Er samanburður Rands á afburðamönnum og afætum eðlilegur? Hvaða íslensku frumkvöðlar svara best til lýsingar Rands á skapandi einstaklingum? Þarf ást ætíð að vera verðskulduð, eins og Rand heldur fram? Er ekki til neitt, sem heitir mannleg samábyrgð? Hver er munurinn á málsvörn Rands fyrir kapítalismanum og hagfræðinganna Hayeks og Friedmans?

Hér er brot úr málsvörn Rands fyrir sjálfstæðum einstaklingum (og flytur hana Gary Cooper):


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband