Hryðjuverkamenn ískyggilega nálægt

Ég var að grúska í skjalasafni FBI, Bandarísku alríkislögreglunnar. Þá rakst ég á það fyrir tilviljun, og tengdist það ekki rannsóknarefni mínu, að fyrir tveimur mánuðum, í júní 2015, fékk 24 ára Bandaríkjamaður að nafni Michael Todd Wolfe, öðru nafni Faruq, 82 mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa ætlað að aðstoða hryðjuverkasamtökin ISIL í Sýrlandi og Írak.

Wolfe hafði látið blekkjast af flugumanni FBI, sem þóttist vera að tala í umboði hryðjuverkasamtakanna. Hann var handtekinn 17. júní 2014 á flugvellinum í Houston í Texas, áður en hann hugðist stíga upp í flugvél til Toronto, en þaðan ætlaði hann að fljúga til Íslands og síðan beint til Kaupmannahafnar, en eftir það átti leiðin að liggja til Sýrlands. Wolfe hafði undirbúið baráttu sína með líkamlegri og hernaðarlegri þjálfun.

Það er ískyggilegt til þess að vita, að menn geti verið á ferð um Ísland í þessum erindum, jafnvel þótt viðkoman hafi átt að vera stutt. Við þurfum að vera miklu betur búin við hugsanlegum hryðjuverkamönnum en sumir vilja vera láta. Lögreglan þarf öflugan stuðning í baráttunni við útlendan glæpalýð og hryðjuverkamenn. Það er barnaskapur, að við séum óhult, „langt frá heimsins vígaslóð.“ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband