Íslandsgrein Matts Ridleys

ridley_ka_769_pa_1265727.jpgHinn kunni breski metsöluhöfundur, Matt Ridley, sem situr raunar líka í lávarðadeild þingsins, skrifar reglulega í Lundúnablaðið Times, eitt virtasta dagblað heims. Hann var hér á Íslandi (að veiða lax) fyrir nokkrum dögum og ræðir í nýbirtri og fjörlegri grein um ólíkt hlutskipti Íslands og Grikklands, sem bæði biðu mikinn hnekki í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu. En Ísland var aldrei gjaldþrota, þótt leiðtogi breska Verkamannaflokksins (systurflokks Samfylkingarinnar), Gordon Brown, héldi því fram. Stoðir íslenska hagkerfisins voru og eru traustar, fiskur, orka, ferðamenn og mannauður. Og Ísland gat ólíkt Grikklandi leyst vandann af of miklum innlendum kostnaði miðað við erlendar tekjur með því að fella gengi gjaldmiðilsins. Því er að bæta við, að Ridley hélt fyrirlestur á fundi RNH, Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, sumarið 2012. Bók Ridleys, Heimur batnandi fer, kom út hjá Almenna bókafélaginu fyrir ári. Hér er frétt í Ríkisútvarpinu um grein Ridleys í Times. Hér er frétt á Eyjunni um hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband