Líkfundur í Strassborg

struthof.pngJórsalapósturinn, Jerusalem Post, skýrði frá því 19. júlí 2015, að 86 lík gyðinga hefðu fyrir nokkrum dögum fundist í Strassborg. Þetta voru fórnarlömb tilrauna, sem nasistalæknirinn August Hirt hafði gert fyrir „rannsóknarstofnun“ SS, svartliða, Ahnenerbe. Fóru tilraunirnar fram í Natzweiler-Struthof-útrýmingarbúðunum, sem mynd er af hér við hliðina. Málið tengist Íslandi, því að einn gyðingurinn var Siegbert Rosenthal, bróðir Henny Goldstein-Ottósson, en hún var þýsk flóttakona, sem giftist Hendrik Ottóssyni fréttamanni og gerðist íslenskur ríkisborgari. Fyrri eiginmaður Hennyar, mágkona hennar og bróðursonur létu lífið í Auschwitz-fangabúðunum. Í ritgerð í Þjóðmálum segi ég frá því, hvernig örlagaþræðir Hennyar og þýsks nasista, sem bjó um skeið á Íslandi, fléttuðust saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband