Þessi ríkisstjórn gerir það, sem hin vanrækti

Menn geta auðvitað deilt um ýmsar gerðir ríkisstjórnarinnar, en tvö aðalatriði standa upp úr:

  • Fyrrverandi ríkisstjórn lofaði skuldaleiðréttingum og vildi slá „skjaldborg um heimilin“, en lítið varð úr framkvæmdum. Núverandi ríkisstjórn framkvæmdi stórfellda skuldaleiðréttingu, sem gerbreytir efnahag tugþúsunda heimila.
  • Fyrrverandi ríkisstjórn var skipuð vinstri mönnum, sem hnýtt höfðu í útlendinga alla sína stjórnmálatíð. En hún gafst alltaf upp í samningum við útlendinga og það miklu oftar en í Icesave-málinu einu. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar komið fram við útlendinga af kurteisi, en líka af fullkominni festu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband