Innri endurskoðandinn systir ríkisendurskoðanda!

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 5. júlí 204 er bent á, að ríkisendurskoðandi er bróðir innra endurskoðanda Seðlabankans, en væntanlega hefur hinn furðulegi gerningur Más Guðmundssonar, þegar hann lét Seðlabankann greiða málskostnað sinn í máli, sem hann höfðaði gegn Seðlabankanum (og í því máli gerði Seðlabankinn á móti kröfu um málskostnað úr hendi Más Guðmundssonar og vann málið), farið fram hjá innri endurskoðandanum eða hún kosið að láta kyrrt liggja. Ríkisendurskoðandi var því meðal annars að rannsaka verk eða vanrækslu systur sinnar.

Eitt á yfir alla að ganga. Menn eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Margir hafa furðað sig á því, að bróðir útrásarvíkingsins Ólafs Ólafssonar skuli sitja í dómi um útrásarmál, og hefur ríkissaksóknari krafist endurupptöku málsins. Bankamenn sæta þessa dagana ákærum fyrir umboðssvik, sem eru brot á 249. grein hegningarlaganna:

Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.

Fyrrverandi formaður bankaráðs, Lára V. Júlíusdóttir, lét greiða málskostnað Más í heimildarleysi. Það er viðurkennt í skýrslu Ríkisendurskoðunar, enda erfitt að neita þeirri augljósu staðreynd. En munu fjölmiðlar vera eins herskáir í garð bróður innri endurskoðanda Seðlabankans og í garð bróður Ólafs Ólafssonar? Og eins grimmir gegn þeim Láru V. Júlíusdóttir og Má Guðmundssyni og gegn bankamönnunum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband