Erfitt verkefni nýrrar stjórnar

Erfiðasta verkefni hinnar nýju stjórnar verður að ná tökum á ríkisfjármálum, sem hafa farið gersamlega úrskeiðis síðustu fjögur árin. Vinstri stjórnin sparaði hvergi, svo að heitið gæti, heldur frestaði aðeins framkvæmdum, vanrækti nauðsynlegt viðhald eigna og ýtti þannig vandanum á undan sér. Uppsafnaður halli ríkissjóðs er stórkostlegur, eins og dr. Birgir Þór Runólfsson bendir á.

Jafnframt eyddi vinstri stjórnin milljörðum í gæluverkefni eins og stjórnlagaþingið og aðlögunarferlið til undirbúnings aðild að Evrópusambandinu.

Seðlabankinn segir nú, að Íslendingar eigi ekki nægan gjaldeyri til að greiða af skuldum næstu misserin, þótt hann hefði sagt á sínum tíma, að við réðum við báða Icesave-samningana! Það er alvarlegt áhyggjuefni.

Eina færa leiðin út úr vandanum er hagvöxtur. En hann er nú lítill sem enginn. Eistlendingar urðu fyrir miklu áfalli í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, gengu miklu harðar fram í raunverulegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri, og nú er vöxtur að færast þar í atvinnulífið. 

Minnka þarf ríkið og örva vöxt atvinnulífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband