Myndband af mér í Brasilíu

Hin síðari misseri hef ég jafnan dvalist nokkra mánuði á ári í Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem ég er í rannsóknarsamstarfi við nokkrar stofnanir, meðal annars um grænan kapítalisma og um hagþróun í BRIK-löndunum. Mér var boðið að flytja fyrirlestur í Porto Alegre 9. apríl síðast liðinn á frelsisráðstefnu, sem var að þessu sinni helguð hugmyndum franska rithöfundarins Frederics Bastiats (sem hafði mikil áhrif á séra Arnljót Ólafsson, höfund fyrsta hagfræðiritsins á íslensku, Auðfræði, eins og sér víða stað í þeirri bók). Ég talaði á ensku, en hóf fyrirlesturinn og lauk  honum á portúgölsku. Hér er myndband af framlagi mínu:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband