Tveir með félagshyggjuverðlaun

Vorið 2007 tóku ungir jafnaðarmenn upp á því að veita sérstök félagshyggjuverðlaun. Og verðlaunahafarnir voru ekki af lakara taginu. Þeir voru tveir samkennarar mínir í Háskóla Íslands, prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Getur enginn efast um, að þeir voru afar vel að verðlaununum komnir.

Svo vill líka til, að tvö mjög skemmtileg myndbönd eru til á Youtube með þessum verðlaunahöfum ungra jafnaðarmanna. Annað er af Þorvaldi Gylfasyni að tala í nafni íslenskrar alþýðu og hefur vakið athygli síðustu daga: Hitt er af Stefáni Ólafssyni að ræða við Milton Friedman: 

 

Ég hef engu við að bæta. Þessir tveir prófessorar hafa dýpkað skilning okkar á því, hvað félagshyggja eða sósíalismi sé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband