Friedman svarar íslenskum sósíalista

Það var gaman að orðaskiptum þeirra Stefáns Ólafssonar, síðar prófessors, og Miltons Friedmans í sjónvarpssal 31. ágúst 1984. Stefán kvaðst ekki hafa efni á að fara á fyrirlestur Friedmans daginn eftir, en aðgangseyrir var 1.200 kr., sem þá jafngiltu 38 Bandaríkjadölum, og var hádegisverður innifalinn í verðinu. Taldi hann skerðingu á frelsi að bjóða ekki upp á ókeypis fyrirlestra. Friedman svaraði því til, að allir fyrirlestrar kostuðu eitthvað:

 


 

Það má síðan botna söguna með því, að við komum Friedman á óvart með því að greiða honum 5 þúsund dali fyrir fyrirlesturinn, en hann hafði ekki ætlað að taka neitt fyrir hann (þótt hann væri eftirsóttur fyrirlesari um allan heim). Smávegis afgangur varð, sem við skipuleggjendurnir notuðum til að kaupa litla tölvu, fyrsta, litla Mac-ann, til að auðvelda skipulagningu slíkra viðburða síðar meir, og fékk ég að nota hana til að semja á doktorsritgerð mína í Oxford-háskóla veturinn 1984–1985. Hafði Friedman sagt mér, að sjálfur hefði hann ekki mikið vit á tölvum, en David, sonur sinn, mælti eindregið með Mac-anum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband