Viðtalið komið á Netið!

Nú er sjónvarpsviðtal Björns Bjarnasonar við mig á ÍNN 27. febrúar 2013 komið á Netið, og má horfa á það hér. Í fyrri hluta viðtalsins ræddum við um stjórnmálaviðhorfið, en í síðari hlutanum snerum við okkur að efninu í fyrirlestri mínum 19. febrúar 2013 um frjálshyggjuna, kreppuna og kapítalismann. Þar svaraði ég fimm bókum, sem komið hafa út síðustu ár gegn frjálshyggju og kapítalisma, eftir Stefán Snævarr, Stefán Ólafsson og fleiri, Einar Má Guðmundsson, Einar Má Jónsson og Ha-Joon Chang.

Einnig vek ég athygli á því, að vikublaðið Séð og heyrt birti fyrir skömmu viðtal við mig ásamt tveimur opnum af myndum, meðal annars myndum úr þrítugsafmæli mínu, fertugsafmæli, fimmtugsafmæli og sextugsafmæli. Er gaman að skoða, hvernig vinir og vandamenn hafa breyst — eða ekki breyst — með árunum. En alltaf sjást þar sömu andlitin, sem betur fer, auk þess sem aðrir bætast í vinahópinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband