Hvar voru þeir, þegar Elín var rekin?

Nú er mikið fjaðrafok vegna þess, að Steinunn Stefánsdóttir er að hætta störfum á Fréttablaðinu, þótt það virðist raunar hafa verið í sátt við yfirmenn 365-miðla. En hvar voru allir gagnrýnendurnir, þegar Elín Hirst var rekin fyrirvaralaust af Ríkisútvarpinu? Þegar Óðinn Jónsson fréttastjóri kom til hennar í sminkherberginu og sagði, að hennar nærveru væri ekki lengur óskað?

Látið var svo heita, að Elín væri rekin af sparnaðarástæðum. Bent var á það til staðfestingar á þessu, að stjúpsonur Jóhönnu Sigurðardóttur, Gunnar Hrafn Jónsson, var rekinn um leið. En það er einn munur á: Gunnar Hrafn vinnur enn á Ríkisútvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband