Myndband með mér frá 1985!

Á dauða mínum átti ég von, en ekki því, að tekin hefði verið upp ræða, sem ég flutti á frjálshyggjufundi í Noregi 1985. Þar ræddi ég um „Community without Coercion“ eða sjálfsprottna samvitund frekar en valdboðna, sérstaklega í ljósi gagnrýni þýska heimspekingsins Hegels á markaðskerfið. Einhverjir prakkarar í alþjóðasamtökum frjálshyggjufólks settu þessa upptöku á Netið á afmælisdaginn minn, 19. febrúar 2013. Ég horfi nú, nær þrjátíu árum síðar, furðu lostinn á þennan tággranna pilt með stóra gleraugnahlamma, þótt ég sé í aðalatriðum sammála honum. Enskan ber þess óþægilega glögg merki, að ég hafði búið í Oxford í fjögur ár, þegar hér var komið sögu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband