Hlutdrægni Ríkisútvarpsins

Mín gamla vinkona Jóhanna Hjaltadóttir sagðist í viðtali á dögunum ekki vita um neina rökstudda gagnrýni á Ríkisútvarpið fyrir hlutdrægni.

Ég skal nefna eitt skýrt dæmi. Það er ekki, að í Speglinum hefur síðustu árin verið rætt margsinnis við alla prófessorana í stjórnmálafræði nema einn, og þarf ég ekki að heita verðlaunum fyrir rétta svarið við því, hver sá eini er.

Dæmið er miklu betra. Í fréttum Sjónvarpsins af Icesave-málinu var alltaf talað um Icesave-skuldina. Jafnvel þau Jóhanna og Steingrímur viðurkenndu ekki neina slíka skuld, heldur aðeins kröfu Breta á hendur okkur, sem við yrðum hugsanlega að verða við, ef þeir neyttu aflsmunar.

Eini íslenski aðilinn, sem ég veit um, að viðurkenndi þessa kröfu Breta, var Ríkisútvarpið með því að tala alltaf um Icesave-skuldina, en ekki um Icesave-kröfuna, sem hefði verið tiltölulega hlutlaust orðalag.

Þetta var engin skuld. Þetta var krafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband