Kate Hoey: Gangið ekki í ESB!

Það var þarft og gott framtak, sannkallað þjóðráð, að fá Kate Hoey, þingkonu Verkamannaflokksins frá Lundúnakjördæminu Vauxhall, til að lýsa reynslu Breta af Evrópusambandinu. Hún kveður Breta áhrifalitla á Evrópuþinginu með sína 72 fulltrúa. Hvað yrði þá um Ísland, sem fengi líklega einn eða tvo fulltrúa? Hún segir sífellt fleiri Breta vilja ganga úr sambandinu. Hún heldur því fram, að þá fyrst þurfi Íslendingar að hafa áhyggjur af fiskistofnum sínum, ef þeir ganga í ESB. Þar er ég sammála henni: Fiskveiðistefna ESB er eins misheppnuð og framast má verða. Samkvæmt skýrslu sambandsins sjálfs frá 2009 eru 88% fiskistofna ofveidd og um þriðjungur stofnanna nálægt hættumörkum og gætu hrunið. Enginn áhugi virðist vera á raunverulegum úrbótum, sem hlytu að vera fólgnar í því að samhæfa einkahagsmuni aðila í fiskveiðum og almannahagsmuni af arðbærum og sjálfbærum veiðum, eins og tókst að gera með kvótakerfinu í íslenskum sjávarútvegi. Ráð Hoeys til okkar er: Gangið ekki í ESB! Það er þjóðráð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband