Erindi mitt um Churchill

Ég hélt erindi um stjórnmálaskörunginn Winston Churchill hjá íslenska Churchill-klúbbnum á hádegisverðarfundi laugardaginn 17. nóvember. Þar voru saman komnir fjölmargir áhugamenn um Churchill, og ræddi ég þrjú stef í stjórnmálaferli Churchills, viðvaranir hans við uppgangi Hitlers, stuðning hans við breska heimsveldið og áhrifin, sem Friedrich A. von Hayek hafði á hann með Leiðinni til ánauðar. Að erindi mínu loknu spurði Ómar Ragnarsson ýmissa fróðlegra spurninga, sem ég reyndi að leysa úr eftir bestu getu. Churchill er auðvitað kunnastur fyrir þá forystu, sem hann veitti Bretaveldi í seinna stríði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband