Fór aðalatriðið fram hjá öllum?

Ólíklegustu menn keppast nú um að lofa nýja skýrslu McKinsey um Ísland. En hefur aðalatriðið farið fram hjá þeim? Það er, að samkvæmt henni sé íslenskur sjávarútvegur sá atvinnuvegur, sem best hafi tekist að auka framleiðni. Þar hafi hagkvæmt fyrirkomulag fiskveiða skipt sköpum.

Enn fremur segir í skýrslu McKinsey, að frekari vöxtur og framleiðniaukning í sjávarútvegi krefjist þess, að hann búi við stöðugt og hagfellt rekstarumhverfi.

Núverandi stjórnvöld sækja að sjávarútvegi með hótunum um ofurskatta (sem hefur raunar enn ekki tekist að útfæra) og breytingar á úthlutun kvóta. Þau mynda þannig óvissu um þennan undirstöðuatvinnuveg okkar og torvelda þar fjárfestingar. Þau breyta þvert á það, sem McKinsey (og raunar allir aðrir erlendir sérfræðingar) leggja til.

Það, sem bjargaði okkur í kreppunni, var öflugur og arðsamur sjávarútvegur. Það gengur sjálfsmorði næst að ráðast nú á sjávarútveginn, eins og leiðarahöfundur Wall Street Journal skrifaði einmitt um á dögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband