Deilurnar um Maó

Svo mikið þótti liggja, þegar fréttist, að ævisaga Maós væri að koma út á íslensku árið 2007, að kínverskusérfræðingur einn, Geir Sigurðsson, var fenginn til að skrifa sérstakan ítardóm (miklu lengri en venjulegan ritdóm) í Sögu, þar sem hann sallaði bókina í sig. Hún er eftir Jung Chang og Jon Halliday og lýsir Maó eins og fullkomnu skrímsli, sem á heima við hlið Adolfs Hitlers, Djengis Khans, Josífs Stalíns og Ívans grimma.

Ég andmælti gagnrýni þeirra Geirs Sigurðssonar og fleiri, þar á meðal Sverris Jakobssonar, í fyrirlestri, sem ég nefndi „Maó: Sagan sem hefur verið sögð“ í stofu 207 í aðalbyggingu Háskólans föstudaginn 2. nóvember kl. 12–13 í boði Konfúsíusarstofnunarinnar. Þar ræddi ég nokkur smáatriði, sem þeir Geir og Sverrir hafa fundið að bókinni, en reyndi einnig að sjá stóru myndina, hvað gerðist raunverulega undir stjórn Maós í Kína og hverja ábyrgð hann ber á því.

Ég tel Maó: Sagan sem aldrei var sögð eftir Jung Chang og Jon Halliday algert afrek. Sjálfsagt er að gagnrýna hana, og hún er auðvitað ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk, en gagnrýni þeirra Geirs og Sverris var ósanngjörn og lituð af annarlegum sjónarmiðum. Nánar má sjá um fundinn hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband