Þorkell Helgason setur ofan í við Stefán Ólafsson

Stefán Ólafsson bloggaði 22. október 2012 um það, að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn þar á undan um hugmyndir stjórnlagaráðs hefði verið ósigur Sjálfstæðísflokksins.

Dr. Þorkell Helgason stærðfræðingur, sem sat í stjórnlagaráði, en er sómakær maður og vandaður, setur ofan í við Stefán í athugasemd við bloggfærslu:

Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um stjórnarskrármál. Hún var ekki til að mæla fylgi flokka. Hún var stór áfangi að því markmiði að fá góða stjórnarskrá sem njóti að lokum fylgi alls þorra þjóðarinnar Því markmiði er enn ekki náð og mörg ljón kunna að verða á veginum. Það er málinu ekki til framdráttar að tala um flokkspólitíska sigurvegara eða tapara. það er þjóðin sem á að lokum að vera „sigurvegarinn“.

Þorkell hefur auðvitað rétt fyrir sér um þetta. Jafnvel skoðanabræðrum Stefáns ofbýður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband