Tveir þriðju atkvæðisbærra höfðu ekki áhuga á stjórnarskrárbreytingum

Það fór eins og ég hafði spáð, yrði kjörsókn dræm, að jámenn myndu þá sigra í skoðanakönnun þeirri, sem nú er kölluð ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla. Þeir ómökuðu sig á kjörstað, ekki hinir, sem láta sér fátt um þetta finnast.

Svo virðist sem einn þriðji atkvæðisbærra kjósenda, um 65–70% af þeim 50% atkvæðisbærra kjósenda, sem fóru á kjörstað, hafi greitt atkvæði með stjórnarskrárbreytingum. Tveir þriðju hlutar kjósenda sátu heima eða greiddu atkvæði á móti stjórnarskrárbreytingum í anda hins svokallaða stjórnlagaráðs.

Það er þessi hópur, tveir þriðju hlutar kjósenda, sem stjórnarandstöðuflokkarnir hljóta að reyna að laða til fylgis við sig í þingkosningunum framundan. Þetta fólk er andvígt skattahækkunum ríkisstjórnarinnar, almennri óstjórn, skertu atvinnufrelsi, fjandskap við erlendar fjárfestingar og hagvöxt, aðild að Evrópusambandinu og þrálátum tilraunum ríkisstjórnarinnar til að semja rétt af Íslendingum, til dæmis í Icesave-deilunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband