Hverjir eru á miðjunni og hverjir öfgamenn?

Stundum er því haldið fram, að ég sé ekki það, sem kallað er „mainstream“, á miðjunni. Jafnframt er því haldið fram, iðulega af sömu mönnum, að ég hafi haft mikil áhrif á stjórnarstefnuna 1991–2004, enda sé ég góður vinur og vopnabróðir þáverandi forsætisráðherra, jafnvel ráðgjafi hans að sumra sögn. En ef maður hefur völd eða mikil áhrif í nær fjórtán ár í lýðræðisríki, þá er nánast skilgreiningaratriði um hann, að hann sé „mainstream“ eða á miðjunni. Hafi hann ekki fært sig á miðjuna, þá hefur miðjan fært sig til hans.

En hverjir eru ekki „mainstream“? Eitt skynsamlegasta svarið er, að þeir, sem þurfa að beita ofbeldi til að ná völdum, séu ekki „mainstream“, heldur öfgamenn. Það var einmitt það, sem gerðist í barsmíðabyltingunni í ársbyrjun 2009. Þeir, sem tóku þá völd, hröktu í götuóeirðum stjórnvöld frá. Sérstaklega var ámælisvert, þegar sumir háskólamenn stukku inn í þennan ofbeldishóp, brýndu raustina og steyttu hnefa. Síðan hafa þeir kúrt sig niður við valdastólana og makað krókinn, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur leitt ágætlega í ljós.

Þessir menn hafa haft hausavíxl á hugtökum. Þeir eru öfgamenn, extremists. Ég er á miðjunni, mainstream.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband