Hvað segir einn virtasti hagfræðingur okkar um kvótakerfið?

Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt hélt afar fróðlega ráðstefnu í Háskóla Íslands um sjálfbærar og arðbærar fiskveiðar laugardaginn 6. október 2012. Þar fluttu sérfræðingar FAO, OECD og Alþjóðabankans fyrirlestrar, en einnig þrír íslenskir sérfræðingar, dr. Þráinn Eggertsson og dr. Ragnar Árnason, sem báðir eru prófessorar í hagfræði í Háskóla Íslands, og dr. Rögnvaldur Hannesson, sem er prófessor í fiskihagfræði í Viðskiptaháskólanum í Björgvin. Þeir Ragnar og Rögnvaldur eru á meðal virtustu fiskihagfræðinga í heimi, og Þráinn hefur skrifað nokkrar bækur um stofnanahagfræði, sem kenndar eru víða í háskólum erlendis.

Óhætt er að kalla Þráin Eggertsson einn virtasta hagfræðing okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hann sagði á ráðstefnunni (og raunar líka í viðtölum við Morgunblaðið og Stöð tvö), að sennilega væri kvótakerfið íslenska eitt hið skilvirkasta, sem komist hefði á legg í fiskveiðum í heiminum. Það væri hættulegt að raska þeirri verðmætasköpun, sem ætti sér stað í íslenskum sjávarútvegi, og breytingarhugmyndir núverandi ríkisstjórnar væru vanhugsaðar og illa undirbúnar.

Orð Þráins, sem hefur forðast að láta reka sig ofan í skotgrafir eins og svo margir aðrir fræðimenn, hljóta að verða mörgum umhugsunarefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband