22.10.2012 | 06:25
Litla gula hænan
Las ég mér til menntunar
margan doðrant vænan,
en lærdómsríkust lesning var
litla gula hænan.
Hitt vita færri, að Steingrímur Arason staðfærði söguna úr bandarískri barnabók (sennilega með rætur í rússneskri þjóðsögu) um the little red hen, sem var í vinfengi við latan hest, syfjaðan kött og háværa gæs. Hún fann fræ og fékk þá hugmynd að sá því. Þá sögðu hesturinn, kötturinn og gæsin einum rómi: Ekki ég. Hið sama gerðu þau, þegar hænan sló hveitið, þreskti það, malaði og bakaði. En þegar litla rauða hænan spurði, hver vildi éta með henni brauðið sögðu allir: Nú get ég. En þá sagði litla rauða hænan: Nei, ég ætla að éta brauðið ein.
En það er ekki hættulaust að vera í einhverjum hópi eini einstaklingurinn, sem sýslar við arðbæra iðju, eins og ljóð Andra Snæs Magnasonar sýnir:
Ekki ég
voru síðustu orð
litlu gulu hænunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:28 | Facebook