Áróður Ha-Joon Chang

Nú í septemberbyrjun gaf fyrirtæki Jóhanns Páls Valdimarssonar, Vaka-Helgafell, út bókina 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá eftir kóreska hagfræðinginn Ha-Joon Chang. Haldinn var kynningarfundur í Háskólanum um bókina, þar sem Stefán Ólafsson prófessor, Páll Skúlason, fyrrverandi rektor, og Jóhann Páll Árnason, heimspekingur og náfrændi útgefandans, komu fram ásamt bókarhöfundi. Einnig ræddi Egill Helgason við höfund í Silfri Egils.
 
Ég komst því miður ekki á kynningarfundinn, þar sem ég sat þá ráðstefnu í Prag með Vaclav Klaus, Allan Meltzer, Othmar Issing, Robert Barro, Hans Olav Henkell og fleiri heiðursmönnum, meðal annars um evruna og framtíð kapítalismans. Mér sýnist fljótt á litið, að bók Changs sé áróðursrit, enda fer Stefán Ólafsson alltaf á stjá fyrir kosningar. Þetta rit minnir talsvert á Iðnríki okkar daga eftir John Kenneth Galbraith, sem kom út fyrir mörgum árum. Margar röksemdirnar eru hinar sömu.
 
Ég þarf hins vegar að gera röksemdum Changs betri skil á næstunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband