Ég mun svara mörgu á næstunni

Ég mun væntanlega halda fjóra opinbera fyrirlestra á næstunni:

Einn verður á ensku. Hann verður haldinn um „Íslenska kommúnista 1918–1998“ á alþjóðlegri ráðstefnu um Evrópu fórnarlambanna í Háskóla Íslands, Öskju, N-132, kl. 13–18 laugardaginn 22. september. Þar mun ég meðal annars segja frá deilum sagnfræðinga vegna bóka okkar Þórs Whiteheads um þetta efni, en upp úr sauð á frægum fundi Sagnfræðingafélagsins og Reykjavíkurakademíunnar 12. nóvember 2011.

Einn verður á ensku. Hann verður haldinn um „Réttláta upphaflega úthlutun aflakvóta“ á alþjóðlegri ráðstefnu um Fiskveiðar: sjálfbærar og arðbærar í Háskóla Íslands, Öskju, N-132, kl. 13–18 laugardaginn 6. október. Í þeirri ráðstefnu tala margir kunnustu fiskihagfræðingar heims og sérfræðingar OECD, FAO og Alþjóðabankans í fiskveiðimálum.

Einn verður á íslensku. Hann verður undir yfirskriftinni „Fátækt á Íslandi 1991–2004“ á fundi Sagnfræðingafélagsins í Þjóðminjasafninu í hádeginu þriðjudaginn 9. október. Þar mun ég meðal annars lýsa ólíkum fátæktarhugtökum, greina frá niðurstöðum mælinga á þessu sviði og svara málflutningi Stefáns Ólafssonar um kjaraþróun og hag hinna tekjulægstu.

Einn verður á íslensku. Hann verður undir yfirskriftinni „Maó: Sagan sem hefur verið sögð. Ólík viðhorf til Maós í íslenskri sagnfræði“ á fundi Konfúsíusarstofnunarinnar í Háskóla Íslands í hádeginu föstudaginn 2. nóvember, en fundarstaður verður auglýstur síðar. Þar ræði ég aðallega hina hörðu gagnrýni, sem tímamótaverk Jung Cheng og Jons Hallidays um Maó hefur sætt á Íslandi, meðal annars í langri ritgerð Geirs Sigurðssonar, forstöðumanns Konfúsíusarstofnunarinnar, í Sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband