Í næsta lífi ...

Í næsta lífi vil ég lifa lífinu aftur á bak. Þá lifna ég fyrst við frá dauðum og vakna upp á elliheimili, þar sem heilsan batnar á hverjum degi. Loks er mér vísað þaðan fyrir að vera of hraustur, og þá tek ég til við að hirða mánaðarlegan lífeyri minn. Síðan held ég í vinnuna, og á fyrsta degi þar fæ ég gullúr að gjöf og mér er haldin veisla. Ég vinn í fjörutíu ár, uns ég er nógu ungur til þess að hætta. Þá tekur við drykkja, gjálífi og skemmtanir, þangað til ég er reiðubúinn að setjast í menntaskóla. Eftir það geng ég í barnaskóla og leik mér með hinum börnunum. Ég ber ekki ábyrgð á neinu og verð að hvítvoðungi, sem fæðist. Síðustu níu mánuði lífsins flýt ég um á heilsuhæli með upphitun og tafarlausri herbergisþjónustu, þegar ég læt vita af mér, og vistarveran stækkar á hverjum degi. Og sjáum síðan til: Tilveru minni lýkur með samfarablossa!

(Frá Woody Allen.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband