Vestur-Íslendingar

Ég er ekki hissa á því, að Bjarna Benediktssyni hafi fundist talsvert til um að fara á Íslendingaslóðir í Kanada. Sjálfur fór ég þangað fyrir nokkrum árum, þegar ég var að gera þátt um Halldór Kiljan Laxness, og það var mjög merkilegt. Á sléttunni þýtur bíllinn fram hjá bæjum með gamalkunn íslensk nöfn. Í Gimli lítur sumt fólk út eins og það sé á leið á Húnvetningamót. Ógleymanlegt var að sjá styttuna af Jóni Sigurðssyni við þinghúsið í Winnipeg.

Það er hins vegar umhugsunarefni, hversu margir fóru vestur, allt að þriðjungur þjóðarinnar. Þeir fóru vestur, af því að hagur þeirra var of þröngur hér heima, sulturinn á næsta leiti. Eitt verkefni okkar er að tryggja nægilega góða kosti hér heima til þess, að ungt og framtakssamt fólk hrekist ekki burt, þótt hitt sé sjálfsagt að litast um í veröldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband