Hvers vegna sitja þeir heima?

Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið myrt í Sýrlandi að sögn fjölmiðla. Stjórnvöld reka pyndingakjallara á mörgum stöðum í landinu.

Um allan heim er kúgunin í Sýrlandi fordæmd. En kínversku og rússnesku stjórnirnar koma í veg fyrir ályktanir um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þær líta á Sýrlandsstjórn sem bandamann.

En hvar eru hinir íslensku vinir Araba? Hvers vegna sést ekki einn einasti mótmælandi við kínverska sendiráðið til að mótmæla stuðningi Kína við Sýrlandsstjórn? Eða við rússneska sendiráðið af sömu ástæðu?

Óteljandi eru þær ferðir, sem íslenskir vinir Araba hafa gert sér að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla því, þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínu-Araba. Er þá Bandaríkjastjórn jafnan kennt um, því að hún hefur veitt Ísrael öflugan stuðning.

En strætin fyrir fram sendiráð þeirra tveggja ríkja, sem veita Sýrlandsstjórn stuðning og koma í veg fyrir ályktanir og aðgerðir gegn þeim, eru auð, mannlaus, tómleg. Enginn Sveinn Rúnar Hauksson heldur á spjaldi fyrir framan sendiráð Rússlands. Enginn Viðar Þorsteinsson steytir hnefa í átt til sendiráðs Kína.

Læðist ekki grunur að fleirum en mér um það, að ást sumra Íslendinga á Palestínu-Aröbum sé ekki ást á kúguðum og undirokuðum Aröbum í Austurlöndum nær, heldur hatur á Bandaríkjunum? Og þar sem ekki sé unnt að saka Bandaríkin um kúgunina í Sýrlandi, sitji vinir Arabanna heima?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband