Ég er kominn á Youtube!

Nú hefur frjálshyggjudeild Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hélt góðan fund um hægri stefnu á dögunum, sett ræðu mína þar á Netið, nánar tiltekið á Youtube.

Ég rek þar fjögur áhersluatriði:

  • Skatta og tekjudreifingu
  • Auðlindanýtingu og umhverfisvernd
  • Nýsköpun og framkvæmdamenn
  • Minninguna um fórnarlömbin

Nýstofnað Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt mun vonandi geta unnið að þessum verkefnum. Fyrsti fundurinn á hennar vegum (sem haldinn er í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands) verður föstudaginn 27. júlí kl. 17.30 í Öskju, stofu 132, þar sem dr. Matt Ridley, einn kunnasti rithöfundur Breta, mun mæla fyrir bjartsýni af skynsemisástæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband