Hvað merkir J-ið í nafni Steingríms J. Sigfússonar?

Öðru hverju er eins og fólkið, sem skrifar reglulega á Netið, missi stjórn á sér og hlaupi eftir einhverjum órum. Þetta gerðist fimmtudaginn 12. júlí. Þá hafði í Staksteinum Morgunblaðsins verið sagt, að menn vissu, hvað J-ið í nafni Steingríms J. Sigfússonar merkti. Eiður Guðnason kastaði því óðar fram á bloggi sínu á DV, að Staksteinahöfundur ætti við Júdas. Egill Helgason greip þetta á lofti og var hinn reiðasti, einnig Baldur Þórhallsson, samkennari minn, og margir fleiri. Náðu þeir vart andanum fyrir hneykslun á því, hvernig Davíð Oddsson skrifaði um Steingrím.

En Eiður Guðnason getur ekki lagt Davíð Oddssyni orð í munn. Ég las þessa Staksteina og gat mér fyrst til um, að höfundur hefði í huga Jójó, því að Steingrímur J. Sigfússon hefur sveiflast fram og aftur í ýmsum málum, til dæmis Icesave-málinu og ESB-málinu. En ég held, að gamanið hafi jafnvel verið meinlausara. Steingrímur heitir Steingrímur Jóhann, og frá því er ekki langt í Steingrím Jóhönnu, því að hann hefur verið henni mjög fylgispakur, eins og dæmin sanna.

En hvar voru allir þessir vandlætarar, þegar Steingrímur J. lagði hendur á Geir H. Haarde á þingi? Eða þegar hann kallaði Davíð Oddsson „druslu og gungu“ úr ræðustól þingsins, af því að Davíð nennti ekki að hlusta í tuttugasta skipti á sömu ræðuna standa upp úr Steingrími?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband