Jóhanna hefur alltaf tapað í forsetakjöri

Álitsgjafar þeir, sem kallaðir eru til í fjölmiðlum, segja sjaldnast annað en almælt tíðindi. Þeir tyggja hver eftir öðrum það, sem komist hefur á dagskrá hverju sinni. Til dæmis fannst þeim merkilegra, að rösklega 60% sjálfstæðismanna kusu Ólaf Ragnar Grímsson en að um 80% Samfylkingarfólks kusu Þóru Arnórsdóttur.

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins bendir 2. júlí 2012 á aðra staðreynd, sem fór fram hjá álitsgjöfunum, af því að þeir rannsaka aldrei neitt, heldur tyggja hver eftir öðrum. Hún er, að Jóhanna Sigurðardóttir hefur alltaf tapað í forsetakjöri. Hún studdi Gunnar Thoroddsen gegn Kristjáni Eldjárn 1968, Albert Guðmundsson gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1980, Guðrúnu Agnarsdóttur gegn Ólafi Ragnari Grímssyni 1996 og Þóru Arnórsdóttur gegn Ólafi Ragnari Grímssyni 2012.

Ólafur Ragnar Grímsson segir þetta sitt síðasta kjörtímabil. Fróðlegt verður að vita, hvern Jóhanna Sigurðardóttir styður í væntanlegu forsetakjöri 2016.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband