Elinor Ostrom látin

Elinor Ostrom, sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2009, lést 12. júní 2012.

Hún hlaut þessa miklu viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á því, hvernig menn geta með sjálfsprottnum reglum og samtökum, oft án atbeina ríkisins, leyst þann vanda, sem sprettur af samnýtingu á gæðum í almenningum og afréttum, til dæmis beitarlandi til fjalla, vötnum og skógum, þegar einstaklingar freistast til að ofnýta gæðin, því að gróðinn skilar sér til þeirra einna, en kostnaðurinn dreifist á alla í hópi samnýtenda. Er margt hnýsilegt í fræðum Ostroms, en sjálfur vinn ég um þessar mundir að rannsóknum á grænum kapítalisma. Íslendingar þekkja vel nokkur dæmi um reglur til að stýra samnýtingu á gæðum, til dæmis ítöluna, sem dr. Þráinn Eggertsson prófessor hefur greint hagfræðilega, en hún fólst í beitarréttindum, sem hver jörð fékk í afréttum upp til fjalla allt frá því á þjóðveldisöld. Þetta var kvótakerfi þess tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband