Er Ólafur Arnarson marxisti?

Ólafur Arnarson ræðst harkalega á útgerðarmenn í síðasta pistli sínum á Pressunni. Sakar hann þá um marxisma vegna einfaldrar ábendingar þeirra um það, að verðmæti skapast í útgerð og að hún starfar í samkeppni við erlend fyrirtæki um markaði. Mættu sumir hafa það í huga.

Ólafur hefur ekki lesið fræði sín mjög vel. Það eru þeir, sem nú vilja leggja auðlindaskatt á sjávarútveginn, sem fylgja Marx. Í Kommúnistaávarpinu 1848 segir, að fyrstu aðgerðir kommúnista eftir valdatökuna verði að leggja á stighækkandi tekjuskatta og gera upptæka alla rentu af auðlindum.

Hugmyndin að baki auðlindaskatti á sjávarútveg er einmitt að gera rentuna af fiskistofnunum upptæka, svo að stjórnmálamenn geti notað hana í atkvæðakaup sín, en þau felast um þessar mundir að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur aðallega í því að bora göt í gegnum fjöll annars vegar og styrkja bjargarlítið fólk hins vegar til að vera áfram bjargarlítið, en þá hefur það síður tilhneigingu til að brjótast út úr fátækt og getur haldið áfram að vera verkefni fyrir stjórnmálamenn eins og hana, sem þrá að gera góðverk á annarra kostnað.

Það er síðan fróðleg saga af því, sem ég hef sagt í sumum bókum mínum, hvernig Marx varð kommúnisti. Það var á ritstjóraferli hans, þegar hann mótmælti tilraunum skógareiganda í Rínarlöndum til að girða af eignarlönd sín, svo að aðrir gætu ekki nýtt þar við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband