BRIK-löndin

Ég kenndi veturinn 2010–2011 Bandarísk stjórnmál, sem ég hafði ekki kennt áður, enda hljóp ég þá í skarðið fyrir annan kennara. Það var skemmtilegt, þótt ég geti ekki kallast sérfræðingur um alþjóðastjórnmál. Svo lengi lærir sem lifir.

Nú er ég að hugsa um að bjóða upp á námskeið næsta vetur, líklega á haustmisseri 2012, um BRIK-löndin fjögur. Þau eru Brasilía, Rússland, Indland og Kína. Ég hef dvalist um nokkurt skeið í þremur af þessum fjórum rísandi stórveldum.

Á meðal þess, sem ég vonast til að gera, er að flétta inn í námskeiðin erindi sendiherra þessara ríkja á Íslandi, en einnig að skoða kvikmyndir frá löndunum, sem brugðið geta ljósi á menningu þeirra og sérkenni.

Við Íslendingar verðum að muna, að fleira er til en Evrópusambandið, þótt sjálfsagt sé að halda góðu sambandi við ríki þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband